Spurðu hvort 6 ára bróðir hans væri „gay“

Fyrir einu ári síðan byrjaði bróðir minn í 1. bekk. Við löbbum alltaf saman í skólann, stundum mætum við vinum hans á leiðinni og þeir samferða okkur.
Einn daginn mættum við einum vini hans og ég leyfði þeim bara að labba „sjálfir“ semsagt nokkra metra á undan mér. Svo tók ég eftir því að þeir væru að leiðast mér fannst það frekar skrítið en ég kippti mér auðvitað ekkert upp með það. Þeir máttu leiðast ef þeir vildu það!

En svo þegar við komum í skólan spurðu vinkonurnar mínar mig hvort bróðir minn væri nokkuð GAY, það var þannig sem þær orðuðu það. Þær spurðu: „Er bróðir þinn gay“.
Ég svaraði bara neitandi og spurði afhverju hann ætti að vera það.. Þá sögðu þær bara „ææ við sáum hann bara vera að leiða einhvern strák í skólann.“

Þessi „saga“ sem ég setti hérna að ofan tengist þessu ekkert beint en þetta sem gerðist fékk mig bara til þess að hugsa.

Ég meina.. ÞÓ AÐ STELPUR LEIÐIST ÞÝÐIR ÞAÐ EKKERT ENDILEGA AÐ ÞÆR SÉU SAMKYNHNEIGÐAR..

AFHVERJU er skrítið að strákar séu að leiðast en ekki stelpur?.. Ég hef bara verið að velta þessu fyrir mér..

SHARE