Carol Harlock frá Essex er 48 ára gömul og hefur gengið með hvorki meira né minna en 16 börn. Tvö þeirra á hún sjálf en hefur verið staðgöngumóðir 14 barna og er það síðasta á ferlinum á leiðinni. Í 9 af 14 meðgöngum sem staðgöngumóðir, notaði Carol sín eigin egg en þær 5 síðustu hafa verið notuð frjógvuð egg annarra kvenna og segir hún að hún muni fara í keisaraskurð í síðustu fæðingunni. Sambýlismaður Carol til 16 ára vill ekki að hún gangi með fleiri börn, þar sem hann óttast um heilsu hennar og líf. Heilbrigðisstofnanir í heimalandi hennar sinna einungis meðgöngu kvenna sem eru undir 50 ára gamlar og nálgast hún 49. aldursár sitt.
Carol segist ekki bindast börnunum tilfinningarlegum böndum á meðan meðgöngu stendur en finnst þó gott að finna fyrir hreyfingu barnsins í móðurkviði.
Sjá einnig: Yfirlýsing frá Stuðningsfélagi um staðgöngumæðrun á Íslandi
Carol segist vanda val á foreldrum til að vinna með. Hún vill að samskiptin á milli hennar og foreldra verði góð og leyfir hún foreldrunum að ráða hvort þau verði í sambandi við hana eftir fæðingu barnsins.
Sjá einnig: Samskipti fjölskyldna og staðgöngumæðrun
Carol gekk með tvíbura árið 1997.
Heimildir: Dailymail
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.