Hvað er tíðahringsaðferðin?
Fyrir þær sem ekki geta eða vilja nota pilluna eða lykkju til að hindra getnað eru til aðrir möguleikar. Japaninn Onigo og Austurríkismaðurinn Knaus rannsökuðu og komust að því að í kringum 1930 hvenær konan hefur egglos og þar með hvernær mestir möguleikar eru á að hún verði þunguð.
Það er 12-16 dögum ÁÐUR en blæðingar byrja en alls ekki eins og margir halda, 14 dögum EFTIR blæðingar.
Þeir uppgötvuðu aðferð til fjölskylduáætlunar, tíðahringsaðferðina, eða Onigo-Knaus aðferðina eins og hún er líka kölluð.
Mikilvægar upplýsingar þegar tíðahringsaðferðin er notuð?
Áður en farið er að iðka þessa aðferð þarf að skrá og fylgjast með blæðingum síðustu 6 mánuði. Tíðahringurinn, það er að segja fjöldi daga milli blæðinga skráðir frá 1. degi blæðinga til 1. dags næstu blæðinga, mánuð fyrir mánuð. Þá sjást stystu og lengstu tíðahringirnir. Þá er að fara að reikna. Það getur verið erfitt að reikna það nákvæmlega út svo að skrifa ætti eftirfarandi útskýringar niður.
Drögum ALLTAF 18 daga frá stysta tíðahringnum (t.d. 27 dagar). Þá erum við komin að 11. degi í ferlinu.
Drögum ALLTAF 11 daga frá lengsta tíðahringnum (t.d. 31 dagur). Þá erum við komin að 20. degi í ferlinu.
Hafi konan eins og í þessu dæmi EKKI samfarir frá 11. til 20. dags, reiknað frá 1. degi síðustu blæðinga, gæti verið að hún yrði ekki ófrísk. Ef blæðingarnar eru óreglulegri verður óvissutímabilið að vera lengra.
Hvaða kröfur gerir tíðahringsaðferðin?
Aðferðin krefst nákvæmrar skráningar eins og fyrr segir. Kynlífi er síðan hagað eftir því og hlé milli samfara getur verið langt.
Því krefst aðferðin líka mikillar sjálfstjórnar og aga ef hún á að koma að notum.
Aðferðin nýtist nokkrum pörum sem einnig beita öðrum aðferðum, t.d. smokknum, hettunni eða öðrum lyfjafræðilegum aðferðum, t.d. pillunni.
Munið þetta:
Tíðahringsaðferðin veitir alls ekki vörn gegn kynsjúkdómum.