Stærðfræði í mynd – Nýr valkostur í stærðfræðinámi

Vefurinn Stærðfræði í mynd er frábær vefur fyrir alla sem hafa áhuga á stærðfræði, kennurum, nemendum grunnskóla, framhaldsskóla og foreldrum sem þurfa að auka skilning sinn við aðstoð barna sinna.

Kveikjan að námsvefnum, segja aðstandendur síðunnar, að hafi verið sú vöntun á markaðnum fyrir nýja nálgun í stærðfræðikennslu þar sem áherslan er lögð á framsetningu dæma á einfaldan og skýran hátt og með myndum. Leitast er við að halda texta í lágmarki og leyfa framsetningu dæma og mynda að tala sínu máli. „Ein mynd er á við þúsund orð“ – er haft eftir Napóleon og er það leiðarljós námsvefsins. Einnig er lögð áhersla á að allir sem áhuga hafi geti notað vefinn.

Efnistök vefsins eru stærðfræði fyrir 8. 9. og 10. bekk grunnskóla, 1. árs nema framhaldsskóla og samræmd könnunarpróf í stærðfræði fyrir 10. bekk og úrlausnir þeirra.

Vefslóð Stærðfræði í mynd og þau eru líka á Facebook

992647_10202257279179769_1591264637_n

 

 

 

 

Stofnendur og höfundar síðunnar eru: Árni Möller, Guðmunda Dagmar Sigurðardóttir og Olga Hanna Möller

SHARE