Bjarni Benediktsson segir í skrifum sínum rétt í þessu á Facebooksíðu sinni að „Stærstu fréttir þessara kosninga eru þær að eftirspurn eftir vinstri stjórn reyndist ekki fyrir hendi.”
Allt bendir til að Sjálfstæðisflokkurinn muni ekki vera í næstu ríkistjórn sem falin var Kristrínu Flostadóttir formanni Samfylkingunnar að mynda.
Bjarni er hinsvegar brattur og segir framtíð Sjálfstæðisflokksins björt. “Það hefur verið sannur heiður að vinna með ykkur síðustu vikur. Sjá kraftinn í frábærum frambjóðendum okkar, nýju fólki í bland við reynslubolta í stjórnmálum. Ánægjulegt var að sjá kraftinn í unga fólkinu okkar, framtíðin er björt fyrir flokk sem á jafn glæsilegan hóp ungra sjálfstæðismanna og lét til sín taka að þessu sinni. Starfsfólk okkar og sjálfboðaliðar um land allt lyftu grettistaki í baráttunni. Það er ekki sjálfsagt að leggja slíka vinnu á sig með skömmum fyrirvara samhliða öðrum störfum og daglegu amstri. Við skulum öll vera stolt af árangrinum.”
Þrátt fyrir allt var rétt að slíta ríkistjórnarsamstarfinu
„Við báðum um breytingar með því að slíta stjórnarsamstarfinu í október, enda sá ég ekki fram á að frekari árangur myndi nást í því mynstri. Það var rétt ákvörðun. Þá höfðum við lagt grunninn og gátum gengið til kosninga með góðri samvisku. Fjárlög voru komin fram og kláruðust, verðbólga er í frjálsu falli, vextir teknir að lækka og munu að óbreyttu lækka hratt á nýju ári. Til þess þarf ekki annað en að framfylgja áfram okkar stefnu með ábyrgri hagstjórn og aðhaldi í ríkisrekstri.”
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.