Þessi er ansi frumleg en einföld. Krakkarnir elska þennan fisk frá Ljúfmeti.com
Er ekki fiskur málið á mánudögum? Hann er það oftast hér á bæ. Steiktur fiskur í pulsubrauði kann að hljóma furðulega en kemur skemmtilega á óvart og krakkarnir eeeelska þetta.
Það þarf enga uppskrift fyrir þennan rétt. Þorskur (eða sá fiskur sem þér líst best á) er skorinn í passlega stóra bita til að rúmast í pulsubrauðunum, kryddaður með salti og pipar, velt upp úr hrærðu eggi, síðan raspi og að lokum steiktur á pönnu í vel af bragðdaufri olíu. Pulsubrauðin eru hituð í ofni (ég hita þau alltaf í pokanum við 90° í nokkrar mínútur, þá verða þau svo mjúk og góð). Setjið tómatsósu, remúlaði, súrar gúrkur, kál, hrásalat eða það sem hugurinn girnist í pulsubrauðið og síðan steikta fiskinn. Berið fram með ofnbökuðum kartöflubátum eða frönskum. Súpergott!