Girls in ICT-Day er viðburður haldinn í löndum innan Evrópu. Markmiðið er að opna augu stelpna fyrir möguleikum sem tækninám býður upp á. Læra vefsíðugerð og forritun
80 stelpum úr 8. bekk fimm grunnskóla verður boðið í Háskólann í Reykjavík og í fjögur tæknifyrirtæki miðvikudaginn 30. apríl. Skólarnir sem taka þátt eru Austurbæjarskóli, Laugalækjaskóli, Hlíðaskóli, Hörðuvallaskóli og Garðaskóli. Að verkefninu standa Háskólinn í Reykjavík, Ský, Samtök iðnaðarins, GreenQloud, Skema og /sys/tur en verkefnið hefur hlotið styrk úr Framkvæmdasjóði jafnréttismála.
Markmiðið með deginum er að kynna stelpurnar fyrir ýmsum möguleikum í upplýsingatækni og opna augu þeirra með áhugaverðri dagskrá þar sem þær hitta kvenfyrirmyndir í faginu, fá að spreyta sig á skemmtilegum verkefnum og heimsækja helstu tæknifyrirtæki landsins. Vinnusmiðjur, sem haldnar eru í Háskólanum í Reykjavík, verða í umsjá Skema, /sys/tra og tölvunarfræðideildar HR og eru viðfangsefnin á borð við vefsíðugerð, forritun og gervigreind. Tæknifyrirtækin sem verða heimsótt eru Advania, GreenQloud, Hugsmiðjan og Marorka og munu þau gefa stelpunum góða innsýn í fyrirtækin og þau tækifæri sem stelpum bjóðast að loknu tækninámi. Að verkefninu standa Háskólinn í Reykjavík, Ský, Samtök iðnaðarins, GreenQloud, Skema og /sys/tur en verkefnið hefur hlotið styrk úr Framkvæmdasjóði jafnréttismála.
Evrópskur viðburður
„Girls in ICT Day“ er haldinn víða um Evrópu þann 24. apríl hvert ár og er styrktur af ITU (International Telecommunication Union) og Evrópusambandinu í tengslum við Digital Agenda-áætlunina. Þetta er í fyrsta skiptið sem Ísland tekur þátt en mun dagurinn fara fram þann 30. Apríl hér á landi þar sem 24. apríl var frídagur. Í ár munu 30.000 stelpur taka þátt í 1300 viðburðum sem haldnir eru í 100 löndum. Skortur á starfsfólki í tæknistörf er alþjóðlegt vandamál og eru konur þar vannýtt afl þar sem mikill minnihluti kvenna fer í tæknitengt nám. Konur telja um 20 % af nemendum í tæknitengdu námi meðan strákar eru 80 % nemenda hér á landi þrátt fyrir að konur séu í meirihluta hákskólanemenda. Tækniiðnaðurinn er orðinn einn af stærstu atvinnugreinum heims og því mikil eftirspurn er eftir tæknimenntuðu fólki en tæknistörf eru komin á topp tuttugu lista yfir hæst launuðustu störfin. Markmiðið með deginum er því að hvetja stelpur til að sækja sér starfsferil í tækni með því að sýna þeim hvað tækniiðnaðurinn býður upp á og brjóta upp staðalímyndir af tæknistörfum.
Verkefnið er hér á landi að hluta til styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem hluti af jafnréttisáætlun stjórnvalda. Dagurinn mun auk þess marka upphaf að samstarfi við ECWT– The European Centre for Women and Technology en HR mun stýra starfsemi samtakanna á Íslandi. Er það von HR að þessi dagur verði árlegur viðburður og muni skila fleiri stelpum í upplýsingatækninám í framtíðinni.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.