Ok. Svo Cosmo birtir reglulega stefnumótatips og hugmyndir að því hvernig konur geta daðrað við karlmenn. Kynt undir þokkanum og gert eitthvað brjálæðislegt sem gerir manninn alveg trylltan.
Dregið teygjuna – eða klemmuna – úr hárinu og flaksað því til. Helst framan í manninn. Sleikt síðustu slettuna af vörunum með tungunni – gripið stríðnislega í rassinn á elskhuganum á leið inn á veitingastað. Þetta, staðhæfir Cosmo, eru tryllingslega kynþokkafullir tilburðir sem gera hvern einasta karlmann vitstola af losta. Að ekki sé minnst á tilfinningahitann sem kviknar. Hjá karlmanninum, sko.
En hvað gerist þegar venjulegar konur prófa Cosmo trixin á venjulegum karlmönnum – við venjulegar kringumstæður? Er jafn mikið varið í Cosmo og spegúlantar segja?
ER AÐFERÐAFRÆÐIN VÆNLEG TIL ÂRANGURS?
Tengdar greinar:
Stefnumótaráð frá 1970: – „Ríghaltu í manninn þegar hann gefur þér eld“
Þetta gerist þegar venjulegt fólk prófar kynlífsstellingarnar í Cosmo
Pirelli: Svona lítur SEXÍ út árið 2015
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.