Kvenréttindi eru ekki sjálfsagður hlutur um allan hnöttinn og sumstaðar þurfa konur að berjast fyrir að fá að vera með bílpróf eða ganga til kosninga í heimalandi sínu.
Hér eru nokkur dæmi um afrek sem konur hafa áorkað víðs vegar um heiminn á árinu sem er að líða.
1. Fyrsta konan sem setti á laggirnar lögmannastofu í Suður-Arabíu sem þjónustar konur.
Bayan Mahmoud al-Zahran opnaði fyrstu lögmannastofuna sem þjónustar konur í heimalandi sínu. Þar tekur hún að sér að verja réttindi kvenna í dómsmálum.
„Ég tel að kvenkyns lögfræðingar geti lagt sitt að mörkum í lögmálum,“ segir al-Zahran.
2. Brasílísku konurnar sem mótmæltu nauðgunum með áhrifaríkri myndaseríu
Sjálfboðaliðarnir sem tóku þátt í verkefninu Art+Feminism Wikipedia Edit-a-Thon bættu við nöfnum á listakonum sem voru taldar hafa afrekað eitt og annað í listaheiminum en ekki ratað í upplýsingasafn Wikipedia.
4. Konurnar í Afghanistan sem þrátt fyrir morðhótanir tóku þátt í kosningum í landinu
Konurnar stóðu vörð um hvora aðra og mættu í valklefana í Kabúl.
6. Bandarísku nunnurnar sem lýstu yfir samþykki á notkun getnaðarvarna
Tilkynningin er svo hljóðandi: „Okkur langar að taka það skírt fram að það er engin synd að nota getnaðarvarnir. Syndin felst í því að koma í veg fyrir réttindi kvenna að skipuleggja fjölskylduhag sinn og barneignir“
7. Þrettán ára stúlka sem var sú allra yngsta til að klífa á topp Mount Everest
Malavath Poorna segir: „Ég kem úr fátækri fjölskyldu… Að klífa upp á Everest var vissulega erfiðara en ég hafði gert mér í hugarlund en viljastyrkur minn sannar það að fátæk stúlka eins og ég get afrekað þetta og það hélt mér gangandi.“