Það hafa allir eitthvað við sig sem einhverjum kann að finnast aðlaðandi, en hvað er það sem einkennir þitt stjörnumerki.
Vogin
23. september – 22. október
Vogin getur verið örlítið hégómafull eins og Ljónið en er samt tignarleg í flestu sem hún gerir. Hún er næstum því alltaf hlutlaus og á ekki erfitt með að eignast vini því hún er yfirleitt sú sem stillir til friðar í hópnum.
Vogin elskar að sameina fólk á friðsamlegum forsendum.