Stjörnumerkin – Hvernig slakar þú á?

Lífið getur verið ansi streituvaldandi og við tökumst á við stress á mismunandi hátt. Sumir takast á við stress með því að fara í bað, tala við góðan vin eða fara í bíó. Mjög misjafnt. Stjörnumerkin hafa líka mismunandi leiðir til að takast á við stress og hér eru bestu leiðirnar til að slaka á samkvæmt stjörnumerkjunum.

Hrúturinn 

Þú ert full/ur af innri orku, eldi, svo besta leiðin til að minnka stressið hjá þér er að fá líkamlega útrás. Farðu í göngutúr, eða farðu út að skokka. Það er líka hægt að gera allskonar æfingar innandyra ef þú vilt ekki fara út. Þú getur skokkað á staðnum, dansað eða gert skæri.

Nautið

Leiðin að hjarta þínu er í gegnum magann. Dekraðu við bragðlaukana með því að prófa að elda eftir flókinni uppskrift og njóta matarins.

Tvíburinn 

Talaðu um það! Það, að tala um tilfinningar þínar, hjálpar þér að takast á við þær og að skilja aðra. Það er það sem hjálpar þér að slaka virkilega á. Þegar þú ert pirruð/aður skaltu bóka tíma hjá sálfræðingi þínum eða hringdu í besta vin/vinkonu þína.

Sjá einnig: Hvað gerir þig góða/n í rúminu? – Samkvæmt stjörnumerkjunum

Krabbinn

Þú þráir öryggi og ró þegar þú ert stressuð/aður. Taktu smá tíma í að taka blund eða bara stutta hugleiðslu undir teppi. Þú kemur úr hvíldinni róleg/ur og friðsæl/l.

Ljónið

Þú ert alltaf hrókur alls fagnaðar og þegar þú þarft að slaka á ættir þú að hlusta á uppáhaldstónlistina þína, dansa og syngja einsömul/samall.

Meyjan

Meyjan er þekkt fyrir að vera með hreingerningaráráttu. Þegar þú ert stressuð/aður ættirðu að nýta þér það. Ef þú þrífur og lagar til verður íbúðin þín kósý og þú slakar á andlega og líkamlega eftirá.

Vogin 

Þú ert mjög listhneigð/ur og þarft að hafa fallega hluti í kringum þig til að slaka á. Þú getur prjónað, teiknað, spilað tónlist eða eldað mat til að minnka stressið í lífi þínu.

Sjá einnig: Í hvaða stjörnumerki er ástin í lífi þínu?

Sporðdrekinn 

Stundum ertu alltof upptekin/n af því að hugsa um fortíðina. Það er mjög mikilvægt fyrir þig að lifa í núinu og dvelja ekki við hluti sem gerðust fyrir löngu síðan, eins og rifrildi við yfirmann eða fyrrverandi maka. Taktu tíma daglega til að æfa þig í núvitund, til dæmis með því að hlusta á hugleiðslu.

Bogmaður 

Þegar þú þarft að vinda ofan af stressinu þarftu þrennt: Netflix, snarl og léttvínsglas/svaladrykk. Þegar þú hefur leyft þér að vera sófakartafla í smá tíma, mun líkami þinn þakka þér fyrir

Steingeitin 

Þú gerir allt í lífinu frekar hratt og átt það til að ganga fram af þér. Jóga hjálpar þér að losa um spennu með öndunaræfingum, slökun og mjúkum teygjum.

Vatnsberinn 

Þú slakar á þegar þú hjálpar öðrum. Sjálfboðavinna, við hvað sem er, mun hjálpa þér að dreifa huganum frá því sem veldur stressi og hjálpar þér að jarðtengjast.

Fiskurinn 

Láttu renna í bað fyrir þig og leyfðu stressinu að líða í burtu. Settu blóm, freyðibað, olíur, baðbombur eða baðsölt til að fá enn meiri slökun. Sakar ekki að hafa kerti og þægilega tónlist á baðherberginu.

Heimildir: cosmopolitan.com

SHARE