Það er erfitt oft á tíðum að finna hina einu sönnu ást og hér er talið upp hvað það er, sem vefst fyrir fólki þegar kemur að ástarmálunum.
Meyjan
23. ágúst – 22. september
Meyjan leitar alltaf að fullkomnun, í samböndum og í lífinu yfir höfuð. Hún á það til að gleyma því að enginn er fullkominn. Meyjan verður að minnka væntingar sínar og kröfur og hætta að afskrifa fólk þó því verði á í messunni.