Stjörnumerkin og veikleikarnir – Hrúturinn

Öll höfum við veikleika. Sumir eru með fleiri en aðrir og sumir með meiri veikleika en aðrir. Svona erum við misjöfn en það er bara til að hafa mannlífið sem allra fjölbreyttast, er það ekki? Hér eru veikleikar hvers stjörnumerkis fyrir sig:

Hrúturinn

21. mars – 19. apríl

Hrúturinn getur orðið mjög upptekinn af því sem er honum náttúrulegast, að vera stríðsmaður og verndari. Hann getur ofverndað og er fljótur að fara í vörn. Hrúturinn er fljótur að reiðast og þarf að hafa mikið fyrir því að halda aftur reiðinni.