Stjörnumerkin og veikleikarnir – Ljónið

Öll höfum við veikleika. Sumir eru með fleiri en aðrir og sumir með meiri veikleika en aðrir. Svona erum við misjöfn en það er bara til að hafa mannlífið sem allra fjölbreyttast, er það ekki? Hér eru veikleikar hvers stjörnumerkis fyrir sig:

Ljónið

23. júlí – 22. ágúst

Traust skiptir Ljónið miklu máli. Ljónið á erfitt með að meta það hvort það á að treysta fólki mikið eða bara alls ekki. Þegar Ljóninu líður eins og það geti ekki treyst neinum eða enginn treystir því, þá getur Ljónið orðið mjög niðurdregið og jafnvel þunglynt.