Stjörnumerkin og veikleikarnir – Tvíburinn

Öll höfum við veikleika. Sumir eru með fleiri en aðrir og sumir með meiri veikleika en aðrir. Svona erum við misjöfn en það er bara til að hafa mannlífið sem allra fjölbreyttast, er það ekki? Hér eru veikleikar hvers stjörnumerkis fyrir sig:

Tvíburinn

21. maí – 20. júní

Tvíburinn hefur lúmskt gaman að því að lenda í ágreiningi. Hann hefur gaman að rökræðum en þolir ekki að láta segja sér að hann hafi rangt fyrir sér. Tvíburinn tekur því oft illa ef aðrir hafa aðra skoðun.