Öll höfum við veikleika. Sumir eru með fleiri en aðrir og sumir með meiri veikleika en aðrir. Svona erum við misjöfn en það er bara til að hafa mannlífið sem allra fjölbreyttast, er það ekki? Hér eru veikleikar hvers stjörnumerkis fyrir sig:
Vatnsberinn
20. janúar – 18. febrúar
Of mikið sjálfstraust og tilfinningasemi er stærsti veikleiki Vatnsberans. Hann virðist oft, við fyrstu kynni, vera öfgakenndur og erfiður einstaklingur svo fólk á erfitt með að nálgast hann. Vatnsberinn þekkir kosti sína og styrkleika en stundum ýkir hann þá þegar stoltið verður mikið.