Stjörnupar í stríði yfir barneignum

Stjörnuparið Beyoncé og Jay Z eru ósammála um hvaða stefnu parið eigi að taka í barneignarmálum.

 

beyonce-blue-ivy-ftr2

Jay Z vill ekkert frekar en annað barn sem er nálægt einkadótturinni Blue Ivy í aldri en Beyoncé hefur engan tíma til að standa í barneignum þessa stundina. Hún er að gefa út plötu, skipuleggja alheimstónleikaferð, hanna fatalínu og stofna tónlistarfyrirtæki og hefur að sögn þeirra sem til þekkja lítinn áhuga á því að setja öll þessi verkefni á ís fyrir annað barn. Sem hræðir Jay Z.

Birtist fyrst í amk, nýju fylgiblaði Fréttatímans.

SHARE