DIY: Skemmtilegar stjörnur á heimilið

Þetta er eitt af þeim verkefnum sem tók smá tíma, en ég er rosalega ánægð með útkomuna. Ég keypti stjörnulaga bakka í Pier á útsölunni núna eftir jólin og svo keypti ég 20 ljósa LED ljósaseríu í Rúmfatalagernum. Ég mældi og boraði göt í rammann á bakkanum fyrir ljósin og málaði svo bakkann svartan. Ég notaði Cuttlebug vélina mína til að búa til “stjörnurnar ykkar lýsa upp himinninn minn” og límdi það á bakkann (þið sem vitið ekki hvað Cuttlebug er, spurjið bara herra google).

Ég átti 2 litlar viðarklemmur sem ég límdi með trélími fyrir neðan setninguna. Ég þræddi ljósin í gegnum götin á bakkanum aftan í frá og notaði yndislegu heitalímbyssuna mína til að festa niður snúrurnar og batteríspakkann. Svo var bara að velja mynd, klemma hana niður og kveikja á ljósunum :0)

 

 

SHARE