Stjörnur sem hafa farið í lýtaaðgerðir

Í nýlegu viðtali viðurkenndi rapparinn Iggy Azalea að hafa farið í brjóstastækkun en það var eitthvað sem hún hafði hugsað um að gera alla sína ævi. Það er afar sjaldgæft að fræga fólkið í Hollywood viðurkenni það að hafa lagst undir hnífinn.

gallery-1427407032-466540344

Sjá einnig: Donatella Versace illa farin eftir of margar lýtaaðgerðir

Iggy Azalea

Rapparinn sagði í viðtali við Vogue, að fyrir fjórum mánuðum hafi hún látið stækka brjóstin á sér. Hún viðurkenndi að hún hefði verið orðin þreytt á því að troða púðum í búningana sína fyrir tónleika. Í fyrstu var hún efins um að deila þessari ákvörðun, þar sem hún hræddist að hún gæti haft áhrif á unga aðdáendur. Heiðarleikir er þó að hennar mati besta lífsreglan og ákvað hún að þessu skyldi hún ekki halda leyndu.

gallery-1427407436-463527700

Sjá einnig: 10 manns sem hafa farið of langt í lýtaaðgerðunum

Betty White

Hin 93 ára gamla leikkona lítur frábærlega út en nýlega viðurkenndi hún að hafa farið í smá aðgerð. Hún sagði að það væri ekki fallegt að plata móður náttúru en að árið 1976 hafi hún látið laga augnlokin sín. Í dag er Betty ánægð með að hún hafi gert þetta en áður fyrr var hún vön að skamma sjálfa sig fyrir þetta.

gallery-1427407734-463925930

Sjá einnig: Enn ein mennsk Barbie – Segist ekki hafa farið í lýtaaðgerðir

Kelly Rowland

Söngkonan greindi frá því, árið 2013, að hún hefði fengið sér silíkon í brjóstin eftir að hafa hugsað um það í mjög langan tíma. Kelly langaði fyrst í silíkon þegar hún var 18 ára en mamma hennar og móðir Beyonce báðu hana um að hugsa betur um það áður en hún gerði það. Hún fór að þeirra ráðum og beið í 10 ár.

Þegar mér fannst ég vera tilbúin þá prufaði ég að klæða mig í brjóstarhaldara með fyllingu til þess að sjá hvernig það væri. Maður verður að vita hvað maður er að fá sama hvernig aðgerð það er.

gallery-460011762-1

Sjá einnig: Lýtaaðgerðir á fótum – Hversu brjálað er það?

Ashlee Simpson

Söngkonan hefur aldrei talað um aðgerðina sjálfa en nánast staðfesti það í viðtali við slúðurtímaritið Us Weekly.

Svo lengi sem fólk er með tvö augu þá líklegast veistu svarið.


 

SHARE