Það er dálítið erfitt að ímynda sér John Travolta sem Forrest Gump. Eða Gwyneth Paltrow í hlutverki Kate Winslet í Titanic. Þetta hefði engu að síður getað verið raunin. Gwyneth fljótandi á spýtubraki einhversstaðar á hafi úti, flautandi og öskrandi come baaack, coooome back. Nei, ég er ekki að sjá þetta fyrir mér. Ekki alveg.
Sjá einnig: Titanic: Mistök í kvikmyndinni sem þú tókst örugglega ekki eftir
Hérna eru fáeinar stjörnur sem hafa mögulega nagað sig í handarbökin í gegnum tíðina:
Meg Ryan neitaði að leika vændiskonuna Vivian í kvikmyndinni Pretty Woman. Ryan leist ekki á handritið – en það var upphaflega talsvert sorglegra og dramatískara en sú bíómynd sem við þekkjum í dag.
James Cameron vildi ólmur fá leikkonuna Gwyneth Paltrow til þess að fara með eitt aðalhlutverkið í Titanic. Það gekk ekki eftir og hefur Gwyneth viðurkennt að hún hugsi oft til þess með eftirsjá.
Ástralska leikaranum Hugh Jackman var boðið hlutverk James Bond þegar samningur Pierce Brosnan var á enda. Hugh hafnaði tilboðinu og sagði sér nægja hlutverk Wolverine í X-Men kvikmyndunum.
Sarah Michelle Gellar bauðst aðalhlutverkið í Clueless en gat ekki þegið það vegna hlutverks síns í sápuóperunni All My Children.
Sandra Bullock var tilneydd til þess að hafna aðalhlutverkinu í kvikmynd Clint Eastwood, Million Dollar Baby. Sandra var að leika í Miss Congeniality 2 á sama tíma og tókst ekki að sinna báðu í einu. Hillary Swank var fengin í staðinn og hlaut Óskarinn fyrir vikið.
Dana Delaney, sem margir muna eftir úr Desperate Housewives, var boðið að hlutverk Carrie í þáttunum Sex and the City. Dana kærði sig kollótta um að leika í þáttum sem snerust um kynlíf og afþakkaði hlutverkið.
John Travolta afþakkaði hlutverk Forrest Gump í samnefndri kvikmynd. Travolta hefur margsinnis sagt að hann sjái gífurlega eftir þessari ákvörðun sinni. En kvikmyndin er margverðlaunuð og fékk Tom Hanks meðal annars Óskarinn fyrir leik sinn.
Sjá einnig: 13 stjörnur sem eldast hrikalega vel
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.