Við breytumst öll með tímanum. Andlitið breytist, klippingarnar breytast og húðin breytist líka í takt við aldurinn. Við tökum ekki mikið eftir því þegar fólk er að breytast, ef við erum mikið í kringum það. Það sama á við um stjörnur sem við sjáum reglulega í fjölmiðlum.
Hér eru nokkrar stjörnur sem hafa breyst mismikið í gegnum árin.
Zac Efron lék í sinni fyrstu High School Musical mynd árið 2006. Seinustu ár hefur hann hinsvegar leikið í Bad Neighbours, Extremely Wicked, Shockingly Evil og Vile.
Keanu Reeves lék aðallega í Bill & Ted myndunum í kringum 1990. Nú leikur hann meira í myndum eins og John Wick.
Paul Rudd hefur ekki mikið breyst síðan hann lék í Clueless og lítur alltaf frekar unglega út.
Rachel McAdams lék eftirminnilega í Mean Girls og The Notebook. Hún breytist ekki mikið en árið 2019 lék hún til að mynda í Doctor Strange.
Sjá einnig: Ryan Reynolds og Will Ferrell taka epískan dúett
Sandra Bullock varð mjög þekkt fyrir hlutverk sitt í Speed, þar sem hún lék með Keanu Reeves. Hún er enn að leika hörkukvendi en hún lék til dæmis í Bird Box og Ocean´s 8
Við munum öll eftir Jennifer Aniston úr þáttunum Friends, þar sem hún lék hina dásamlegu Rachel.
Robert Downey Jr byrjaði ferilinn sinn um 1990 og hefur átt góðan feril en hann hefur verið að leika til dæmis í Sherlock Holmes
Jennifer Garner stimplaði sig inn í stjörnuheiminn um 2001 og hefur átt mjög flottan feril. Hún lék í Dallas Buyers Club og The Odd Life of Timothy Green.
Sjá einnig: Kim Kardashian – Fertug í frábæru formi
Karen hóf feril sinn um 2005 þegar hún lék í Mean Girls en síðan þá hefur hún leikið í myndum eins og Mamma Mia og Les Miserables.
Michael B. Jordan lék í byrjun ferils síns í The Sopranos og The Wire. Árið 2019 lék hann í Black Panther og það er ekki mikil breyting á honum milli ára nema kannski aðeins þéttari skeggvöxtur.
Leonardo DiCaprio hefur alltaf leikið í stórum myndum og lék í upphafi ferils síns í Romeo & Juliet og fékk svo Óskarinn fyrir What´s Eating Gilbert Grape. Það eru 30 ár á milli myndanna hér að ofan en hann er alltaf voðalega krúttlegur
Tom Hardy er einn af þeim mönnum sem eldist eins og gott vín. Hann var sætur en í dag finnst okkur hann vera kynþokkinn uppmálaður.
Sjá einnig: Honey Boo Boo í myndatöku hjá Vogue
Emma Watson hefur leikið í mörg ár og flestir muna eftir henni úr Harry Potter myndunum. Hún hefur síðan leikið til dæmis í Beauty and the Beast og Little Women.
Avril Lavigne var mikil popp/pönk skvísa hér á árum áður og er svolítið þannig enn. Hún er enn að gefa út tónlist.
Angelina Jolie lék á sínum tíma í tónlistarmyndböndum fyrir Meatloaf og The Lemonheads. Hún hefur haft nóg að gera síðan þá og leikið til dæmis í Maleficent og Lara Croft.
Rihanna hefur verið stjarna alveg frá því að hún gaf út sína fyrstu plötu og gengið svakalega vel. Hún hefur aðeins starfað við að gera sitt eigið snyrtivörumerki og nærföt og gengur það líka mjög vel.
Reece Witherspoon lék í Cruel Intentions og Legally Blonde. Hún hefur líka verið rödd Tinker Bell á seinustu árum.
Sjá einnig: Angelina Jolie að stússast með dóttur sinni
Margar munum við eftir Jared Leto frá því hann lék í My So-Called Life, þar sem hann lék hinn ofursæta Jordan Catalano. Hann er samt þekktastur í dag fyrir að leika The Joker og í Fight Club.
Megan Fox lék í Transformers og seinna í Teenage Mutant Ninja Turtle myndinni.
Cameron Diaz lék í There’s Something About Mary og var það myndin sem kom henni á stjörnuhimininn. Hún lék seinna í Charlie’s Angels og The Holiday.
Courtney Cox lék hina frábæru Monicu í Friends en hún lék líka í Scream. Hún hefur fækkað hlutverkunum upp á síðkastið en hefur tekið að sér gestahlutverk í Shameless og Modern Family.
Heimildir: Gosocial.co