Velkomið nýja ár. Þú spyrð þig sömu spurningar og allir aðrir: Verður þetta nýja ár auðveldara en 2020. Það verður kannski ekki hægt að nota orðið „auðvelt“ endilega, en það er kominn tími til að púsla öllu á réttan stað aftur. Fyrir þig þýðir það að byggja upp og styrkja enn frekar þín mikilvægustu sambönd og sleppa tökum á því sem er ekki gott fyrir þig.
Áður en þú ferð að hugsa um að hefja sambúð eða annað slíkt þarftu að „taka til“ í fortíðinni þinni. Hvort sem þú þarft bara að ræða málin við einhvern eða henda honum/henni út af Facebook, þá er kominn tími á að „hreinsa til“. Það mun hjálpa þér í núverandi/komandi samböndum.
Ástarlífið mun ganga vel á árinu og þú munt átta þig á því að drama er ekki það sama og ástríða. Það er allt í lagi að allt sé með kyrrum kjörum í sambandinu, það þarf ekki að tákna að allt sé að verða „leiðinlegt“.
Um mitt árið þarftu að taka á ákveðnum vanda í lífi þínu. Hvort sem þú ert alltaf að reyna að rífast við maka þinn eða þú sért að versla á netinu til að líða vel, er kominn tími til þess að takast á við vandann.
Árið getur orðið það besta í manna minnum ef þú einbeitir þér að því að vera besta útgáfan af sjálfri/sjálfum þér og hefur stjórn á skapi þínu
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.