Vertu tilbúið kæra naut. Árið 2020 var sögulega leiðinlegt en nú verðum við að halda áfram. Þetta getur þýtt allskonar mismunandi hluti fyrir fólk en fyrir þig kæra naut, á þetta sérstaklega við um starfsframa þinn. Covid hefur haft áhrif á starfsframa þinn og mun gera það eitthvað áfram en næstu 12 mánuðir munu koma með ný tækifæri. Það mun einnig eiga við í einkalífinu.
Þú munt í byrjun árs standa á þínu og læra að biðja um það sem þú vilt og það á ekki síst við í kynlífinu og einnig í starfinu. Þú verður að berjast fyrir þínu.
Í kringum afmælisdag þinn muntu fyllast sjálfstrausti og ferð að tjá þig á betri hátt en áður um það sem þú virkilega vilt. Þér skilst einnig að draumar eru ekki nóg, þú verður að framkvæma, annars missir þú af tækifærunum og þú munt horfa á eftir þeim fljóta framhjá. Mundu að hafa trú á þér. Þú ert algjör rokkstjarna. +
Ekki takmarka sjálfa/n þig og ekki leyfa neikvæðninni að taka yfirhöndina. Já það fór margt í rugl í fjárhagnum, en það var eitthvað sem þú réðir engu um. Það eru samt margir aðrir hlutir sem þú hefur fullt að segja um. Þér mun verða ljóst að þú átt skilið að fá virðingu fyrir allt sem þú hefur lagt á þig. Þú ert kraftmikil/l og klár. Þú ert alveg með þetta.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.