Ágúst er æðislegur mánuður. Það er sumar en samt farið að skyggja á kvöldin. Margir eru að takast á við ný verkefni, hvort sem það er í námi eða starfi. Hér er stjörnuspáin fyrir þennan komandi fallega mánuð.
Hrúturinn
21. mars – 20. apríl
Þú hefur gaman að því að leika þér og nú er tíminn til að gera það sem þér finnst gaman. Stundaðu áhugamál þín eins og þú getur, miðað við aðstæður vegna Covid. Þú munt líka læra mikilvæga lexíu í þessum mánuði, hvernig þú getur beðið um það sem þig langar í og fá það.
Það hafa verið erfiðleikar í fjármálunum á þessu ári en það fer að glaðna yfir þessum málum í ágúst.
Nautið
21. apríl – 21. maí
Þú ert heimakær og ættir að leyfa þér það í ágúst. Þú þarft að tengjast rótum þínum og vantar meiri tíma til að einbeita þér að þínu fólki, fjölskyldunni. Ef þig langar að stækka fjölskylduna þína er tíminn núna.
Notaðu ágúst í að ditta að heimilinu, gerðu allskonar verkefni sem þig hefur langað að gera lengi.
Tvíburinn
22. maí – 21. júní
Þér finnst þú óstöðvandi þessa dagana og hugur þinn er á fullu. Vandamálin virðast einhverra hluta vegna léttvægari. Ef einhver spyr þig ráða ertu með öll svörin og vinir og samstarfsfélagar leita til þín. Gleymdu ekki að þó þú gefir ráð þarf ekki að vera að fólk fari eftir þeim.
Sjálfstraust þitt er mikið í ágúst svo þú ættir að nota tímann vel og velja verkefnin af kostgæfni.
Krabbinn
22. júní – 23. júlí
Þægindi eru þema ágúst mánaðar hjá þér. Þú vilt forðast allt drama og hafa allt sem auðveldast. Þú ert þreytt/ur á því að fólk geri hlutina erfiðari en þeir þurfa að vera. Vertu með fólki sem er auðvelt að vera með. Gerðu fá og einföld plön.
Þú stefnir á uppbyggingu og afslöppun í þessum mánuði og verður að passa að ganga ekki of nærri þér.
Sjá einnig: Stjörnumerkin: Hvernig er best að losa þig við stress?
Ljónið
24. júlí – 23. ágúst
Þú ert að springa úr orku um þessar mundir og þér finnst þú geta tekist á við hvað sem er. Ágúst er þinn mánuður og nú er tíminn til að taka nýjar, afdrifaríkar ákvarðanir.
Segðu já ef þér býðst eitthvað nýtt og leitaðu að nýjum áskorunum.
Meyjan
24. ágúst – 23. september
Þú tekur þér tíma til að lifa þessa dagana og það er nákvæmlega það sem þú átt að gera. Þú lætur berast með straumnum, leyfir ímyndunaraflinu að leika lausum hala. Þú kemst að því hvað skiptir þig virkilega máli í lífinu.
Þetta þýðir ekki það að þú munir ekki framkvæma í ágúst, heldur þýðir þetta bara að þú munir finna leiðir til að gera meira af því sem þú vilt og minna af því sem þú vilt ekki.
Vogin
24. september – 23. október
Þú berð ekki ábyrgð á öllum heiminum. Þér líður samt stundum eins og þú sért svampur sem dregur í sig öll vandamál fólksins í kringum þig. Skoðaðu í hvað þú eyðir tíma þínum og orku alla daga. Það er kominn tími til að endurstilla sig og setja mörk. Það þýðir ekki að þú eigir að kúpla þig alveg út heldur bara að setja þér og öðrum takmörk.
Ekki vera með samviskubit yfir því að sinna sjálfri/um þér. Hugsaðu líka aðeins um hversu miklum tíma þú eyðir á samfélagsmiðlum. Þú þyrftir kannski aðeins að draga úr því.
Sporðdrekinn
24. október – 22. nóvember
Jafnvægi? Hvaða jafnvægi? Þegar þú ætlar að gera eitthvað gerir þú það alla leið! Ekkert hálfkák. Það er samt eitthvað nýtt að fara að gerast. Eitthvað sem gæti krafist breytinga. Ætlarðu að taka skrefið eða halda þig við það sem þú þekkir svo vel? Taktu þér tíma til að taka ákvarðanir.
Ekki óttast að taka nýja stefnu í lífinu þínu. Slepptu tökunum á öllu sem heldur aftur af þér og finndu hvað gerir þig spennta/n og kveikir í þér ástríðu.
Bogmaðurinn
23. nóvember – 21. desember
Þolinmæði er dygð. Fólk mun líta til þín eftir ráðleggingum og þekkingu, ekki að ástæðulausu. Þú ert sanngjörn/gjarn og hefur margt að kenna og deila. Fólk getur samt ekki alltaf skilið þig og þér finnst þú vera að fara í hringi oft í samtölum við fólk. Reyndu að sýna þeim þolinmæði. Finndu leiðir til að tjá þig á nýjan hátt.
Spyrðu fleiri spurninga í samtölum. Leyfðu þér að fara dýpra í hlutina og skilja sjónarmið annarra.
Sjá einnig: 4 stjörnumerki sem elska að búa til rifrildi
Steingeitin
22. desember – 20. janúar
Þér finnst þú vera tilbúin/n að fara á sjálfstýringu þennan mánuðinn og leyfa þér að hvílast. Þetta ár hefur verið viðburðaríkt og þú veist þú þarft á hvíldinni að halda. Þú munt kunna að meta hvíldina eftir á, þegar fer að hausta og ný verkefni fara að skjóta upp kollinum.
Gefðu þér tíma, kvölds og morgna til að taka smá hugleiðslu. Andaðu og gefðu þér smá tíma.
Vatnsberinn
21. janúar – 19. febrúar
Árið hefur ekki farið eins og þú planaðir og breytingar hafa orðið seinustu mánuði. Ekki vera þrjósk/ur og halda í „gamla planið“ ef það á ekki lengur við. Ef einhver getur aðlagast ert það þú og þessi mánuður er kjörinn til þess að prófa nýja hluti.
Ágústmánuður er mánuðurinn sem þú ættir að nýta í að kíkja aftur á hluti sem þú hefur látið sitja á hakanum.
Fiskurinn
20. febrúar – 20. mars
Þú gætir verið svolítið ráðvilt/ur þennan mánuðinn. Þér kann að finnast þú hvergi passa inn í hópinn og þú getir ekki alveg verið þú sjálf/ur. Á sama tíma viltu vera til þjónustu reiðubúin/n og gera eitthvað mikilvægt, sem skiptir máli, án þess að týna sjálfum/ri þér.
Notaðu ágúst til að vera ÞÚ eins mikið og þú getur. Talaðu frá hjartanu þegar þú getur, jafnvel þó það sé erfitt.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.