Stjörnuspá fyrir ágúst 2023 – Steingeitin

Steingeitin
22. desember — 19. janúar

Þú gætir fundið fyrir einhverri óvissu í ágúst og verið tvístígandi með næstu skref. Hugsanlega er það vegna þess að þú hefur náð ákveðnu markmið en því getur stundum fylgt einhverskonar tómleiki. Þig langar í nýjar upplifanir og víkka út sjóndeildarhringinn þinn. Nýjar upplifanir geta verið í formi menntunar, ferðalaga og annars slíks. Ef þú telur þig vera með lausnina á vandamálum annarra skaltu fara varlega í að deila þeim sem við á. Sama hversu frábær þér finnst ráðin þín vera, þá er staður og stund fyrir allt og stundum þarf maður ekki að segja það sem maður hugsar.