Stjörnuspáin er komin í hús og nú er um að gera að lesa hvað apríl mun bjóða okkur upp á, samkvæmt stjörnunum.
Hrúturinn
21. mars – 20. apríl
Í byrjun mánaðarins verður áherslan á að byggja þig upp og uppgötva sjálfa/n þig upp á nýtt. Þetta er góður tími til að tengjast þér og tengjast þínum eigin líkama. Um miðjan mánuð mun áherslan færast yfir á fjármálin þín og það getur verið að fjármálin séu á leið upp á við. Það getur verið einhver ólga á heimilinu eða í fjölskyldunni. Stundum þarf að koma upp ágreiningur til að leysa ákveðin mál. Passaðu þig á að fá tíma fyrir sjálfa/n þig í einveru. Þú þarft á því að halda til að koma jafnægi á tilfinningalíf þitt.
Ef þú ert með einhver markmið muntu áreiðanlega ná þeim markmiðum í apríl. Hugsaðu vel um að hvíla þig, en hvíld er mjög mikilvæg fyrir andlegt jafnvægi.
Sjá einnig: Hvað gerir þig góða/n í rúminu? – Samkvæmt stjörnumerkjunum
Nautið
21. apríl – 21. maí
Í apríl muntu þurfa að nota hæfileika þína til að meta og vinna úr hlutum. Það er eitthvað verkefni sem þú hefur vitað af þú þyrftir að leysa, í nokkurn tíma en þú hefur ýtt því á undan þér. Þú leysir það upp úr 20. apríl. Það mun reyna á styrk þinn í apríl kæra naut, en það bítur fátt á þig og þú kemst í gegnum flest. Það verður líflegt í ástarlífinu um miðjan mánuð, sama hvort þú ert í langtímasambandi eða ekki. Í kjölfarið muntu finna fyrir jákvæðri orku og von. Það gætu verið einhver leiðindi í fjölskyldunni, ekkert alvarlegt. Haltu áfram að hreyfa þig og borða hollan mat.
Tvíburinn
22. maí – 21. júní
Þú þarft að fara varlega með peningana þína og hugsa aðeins um það sem þú ert að kaupa. Ekki kaupa allt sem þér dettur í hug. Það fer að líða að vorhreingerningu og það er alveg það sem þú þarft. Leitaðu til gamalla vina til að fá stuðning og skiptast á hugmyndum. Sumt af þínu besta fólki er úr fortíðinni þinni. Fyrri helmingur mánaðarins verður tileinkaður hamingju og ást en seinni hluti mánaðar er meira tileinkaður viðskiptum. Það er eitthvað rugl í fjölskyldunni svo þú ættir að forðast fjölskylduboð ef þú mögulega getur. Ekki borða of mikið og reyndu að hreyfa þig. Ekki bíða eftir að heilsan klikki til að taka á því.
Sjá einnig: Stjörnumerkin – Hvernig slakar þú á?
Krabbinn
22. júní – 23. júlí
Þetta gæti verið erfiður mánuður fyrir þig og tilfinningarnar rokka til allra átta. Fyrstu dagarnir verða svolítið erfiðir en svo verður allt betra mjög fljótlega. Um miðjan mánuð verður frábær tími til að vera með fjölskyldu og vandamönnum. Mundu að forgangsraða með hverjum þú vilt eyða tíma þínum og hverja þú vilt elska. Ekki segja já þegar þú vilt segja nei. Þú munt vera sáttasemjarinn í fjölskyldunni, sem er ekki það sem þú vilt vera að gera. Þú þolir ekki drama. Heilsan þín lítur vel út og þú skalt halda áfram því sem þú hefur verið að gera í heilsufarslegum málum, það er að virka.
Ljónið
24. júlí – 23. ágúst
Leyfðu þér að hafa gaman að lífinu, þó að ALLT sé ekki alveg eins og þú vilt hafa það. Þú ert orkumikil/l í apríl og munt nota þennan mánuð til að ljúka við verkefni sem þú hefur sett á hakann. Það getur verið að upp komi einhver vandamál í vinnunni í kringum 20. apríl en þú hefur mjög góða aðlögunarhæfni, svo þetta verður allt í lagi. Aðlögunarhæfni er merki um gáfur og þú massar þetta. Ástarlífið verður frábært en þú átt stundum til að vera afbrýðissöm/samur og vilt eiga maka þinn fyrir þig. Passaðu þig á því að hafa hemil á þér þar. Það er ró og spekt í fjölskyldunni og ef þú forðast stress og álag, verður þú í góðum málum.
Sjá einnig: 4 stjörnumerki sem elska að búa til rifrildi
Meyjan
24. ágúst – 23. september
Þú munt læra margt í þessum mánuði. Ef þú ert opin/n fyrir nýjum hugtökum og öðruvísi leiðum til að gera hluti, muntu græða svakalega á því. Það verða einhverjar óvæntar breytingar í kringum 20. apríl, sem hugsanlega tengjast ástarlífi þínu. Þetta gefur þér tækifæri til að finna út hvað þú vilt virkilega fá út úr sambandi þínu og hvort þú sért virkilega tilbúin að læra og vaxa. Það verður eitthvað fjárhagslegt stress í en þú þarft að laga eitthvað mjög snögglega. Þú hefur verið leyft þér að borða mat sem er ekki góður fyrir þig og það getur komið í bakið á þér. Nú verður þú að taka þig á og passa upp á heilsuna þína.
Vogin
24. september – 23. október
Í apríl muntu þurfa að horfast í augu við mál sem þú getur ekki lengur forðast. Leggðu egó-ið til hliðar til þess að gefa þér færi á að þroskast og efla tengsl. Þú hefur tækifæri til að vera opin/n og einlæg/ur með hver þú ert í samböndum þínum. Hættu að vanmeta hvað það er sem þú kemur með að borðinu. Þú átt það til að skynja sannleikann þó hann sé ekki sagður beint. Notaðu það þér til góðs. Þú ættir að minnka dómhörkuna og slaka á og hætta að dæma aðra. Apríl er góður mánuður til ferðalaga og einnig góður tími til að fjölga mannkyninu. Taktu heilsuna þína föstum tökum, hvort sem það er andlega eða líkamlega heilsan.
Sjá einnig: Í hvaða stjörnumerki er þinn sálufélagi?
Sporðdrekinn
24. október – 22. nóvember
Hvort sem þér líkar það betur eða verr verður þessi mánuður tileinkaður fjölskyldunni. Þú þarft bara að passa þig á að skipta þér ekki af því sem þér kemur ekki við og setja þig ekki í dómarasætið. Apríl er góður mánuður til að ferðast og skoða nýja staði. Ástarmálin ganga vel og þú munt vera á toppi veraldarinnar um 20. apríl. Þú ert orkumikil/l og hamingjusöm/samur en það getur verið eitthvað drama á vinnustaðnum vegna misskilnings. Færðu hugann inn á við og passaðu upp á andlega heilsu þína. Þú ert í frábæru formi og þér líður vel svo þú ættir að nýta tækifærið og gera eitthvað sem er gott fyrir heilsuna þína. Hlaupa, borða hollan mat og svo framvegis.
Bogmaðurinn
23. nóvember – 21. desember
Þetta verður frábær mánuður fyrir þá sem eru í Bogmannsmerkinu. Eitt af því sem færir þér gleði þennan mánuðinn er geta þín til miðla málum með öðrum. Þú munt þurfa á því að halda. Það gengur allt svakalega vel ef þú gefur aðeins af þér í það. Þér mun ganga vel í atvinnumálum og þú munt vaxa í einkalífinu. Ástarlífið mun vera fullt af gleði og forvitni sérstaklega fyrri part mánaðar. Fjölskyldulífið þitt er í góðu jafnvægi og fjárhagurinn gengur vel. Þú munt fá nýjar hugmyndir og sköpunargáfa þín fær að njóta sín. Þú ert við góða heilsu en það er alltaf gott að hreyfa sig reglulega og borða hollan mat.
Sjá einnig: Stjörnumerkin og kynþokkinn
Steingeitin
22. desember – 20. janúar
Þú munt bíða eftir því allan aprílmánuð að apríl klárist, því miður. Fyrstu 3 vikurnar munu taka á en þú ert við góða heilsu. Reyndu að vera ekki alltaf í vörn þegar kemur að starfinu þínu. Þú vilt helst vera yfirmaður og ert góð/ur í slíku starfi. Passaðu bara að láta ekki fólk nota þig og vera svo að baktala þig. Ef það gerist þarftu að láta í þér heyra þó þig langi það alls ekki. Ekki leggjast í ferðalög í apríl og einbeittu þér að vinnunni. Í kringum 20. apríl verður svo allt eins og áður. Ástarlífið og starfið þitt gengur eins og í sögu aftur. Heilsan þín er góð en þú þarft að passa að slaka á, hugleiða og fá nægan svefn.
Vatnsberinn
21. janúar – 19. febrúar
Apríl verður fínn mánuður fyrir þig. Allt gengur afar smurt fyrstu 3 vikurnar en gæti breyst í seinustu viku apríl mánaðar. Ef þú ætlar að hitta fólk, gerðu það þá á fyrstu 3 vikunum. Þig langar að hitta fólk og eiga félagsleg tengsl. Það gengur vel í fjálmálunum og í fjölskyldumálunum. Þú ert þakklát/ur og það mun koma sér vel fyrir þig. Í ást og rómantík áttu það til að taka öruggu leiðina. Þú tekst á við fjölskylduna þína en það er allt í mesta bróðerni. Enginn er í uppnámi. Þú munt samt ekki vera alltaf í þínu besta formi og kannski taka gömul veikindi sig upp. Hugsaðu vel um heilsuna þína og ekki gleyma þér.
Sjá einnig: Hvernig tjá stjörnumerkin reiði sína?
Fiskurinn
20. febrúar – 20. mars
Þessi mánuður snýst að miklu leyti um aðlögunarhæfni, sem þú þarft að læra. Þú ert týpan sem vill hafa allt í rútínu en stundum færðu leið á því að gera allt sem er búist við af þér. Reyndu að fara út fyrir boxið og upplifa nýja hluti. Ef þér líkar þeir ekki, þarftu aldrei að gera þá aftur. Einfalt. Fjármálin ganga vel allt til loka mánaðarins og þér gengur vel í vinnunni. Það gæti hinsvegar komið upp stress hjá fjölskyldunni í lok mánaðar og einhver í fjölskyldunni gæti kvartað. Ástarlífið gengur vel. Börn í fiskamerkinu geta verið óörugg í apríl svo það þarf að passa að þeim líði vel, þau séu örugg og þau finni fyrir kærleika.
Heimildir: Yourtango.com
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.