Nautið
20. apríl — 20. maí
Nautin eru svakalega góð í því að halda einbeitingu. Það verða þó einhverjar breytingar í lífi þínu á nýja árinu, á góðan hátt. Til þess að fá það mesta út úr lífinu þínu, vaxa og þroskast, er mikilvægt að þú breytir einhverjum hlutum. Árið verður ekki án áskoranna en það fer alveg eftir þínum ákvörðunum hvernig allt gengur upp. Þú gætir lent í átökum við fólkið í kringum en ekki hafa áhyggjur, þetta fer allt vel, hvort sem það er í persónulega lífinu eða vinnu.
Það er eitthvað í kortunum sem segir að þú sért að koma þér úr samböndum sem henta þér ekki lengur og eru ekki góð fyrir þig. Þetta geta verið einstaklingar í persónulega lífinu þínu eða einhverjir sem þú hefur verið að vinna með. Hvort heldur sem er ertu betur sett/ur án þeirra.
Þegar kemur að vinnumálum skaltu ekki vera hrædd/ur við að taka áhættur og hafa trú á þér. Þetta gæti þýtt að þú fáir launahækkun, stöðuhækkun eða að þú skiptir alfarið um vinnu.