Stjörnuspá fyrir árið 2025 – Fiskurinn

Fiskurinn
19. febrúar — 20. mars

Kæri Fiskur. Árið 2025 verður ár andlegs vaxtar og innsæis og þú munt finna þig knúna/inn til að kafa dýpra í tilfinningar þínar og tengsl. Þetta er ár fyrir listsköpun og að hlúa að þínum eigin draumum. Sambönd verða innileg og þroskandi, sérstaklega á seinni hluta ársins þegar Neptúnus hefur sterk áhrif.