Hrúturinn
21. mars – 19. apríl
2025 verður ár breytinga og sjálfsvinnu og vaxtar. Þú munt finna fyrir auknum metnaði til að ná markmiðum þínum, sérstaklega á fyrri hluta ársins. Þú munt fá aukið sjálfstraust og orku vegna áhrifa Júpíters og þig langar að takast á við ný verkefni, bæði í starfi og einkalífi. Í ástarmálunum gætir þú upplifað óvænta dýpt og tengsl sem byggja á trausti. Mikilvægt er að sýna þolinmæði í öllum aðstæðum í kringum maí því plánetan Mars gæti valdið spennu í samskiptum.