Ljónið
23. júlí — 22. ágúst
Kæra ljón, þetta ár mun snúast um að láta ljós þitt skína. Þú munt draga til þín athygli og tækifæri, sérstaklega á fyrstu mánuðum ársins. Sambönd þín munu blómstra, og ástarlíf þitt gæti orðið spennandi og ástríðufullt. Þó gæti það reynt á sjálfstraust þitt þegar áskoranir koma upp í sumar. Vertu staðföst/fastur og haltu áfram að treysta á hæfileika þína. Þú færð einhvern óvæntan ávinning í starfi og fjármálum þegar fer að hausta.