Stjörnuspá fyrir desember 2020

Jólin nálgast óðfluga. Við skulum samt nota aðventuna til að njóta. Njóta ljósanna, skrautsins og eftirvæntingarinnar. Við lifum á fordæmalausum tímum og þessi jól verða eflaust ólík öllum öðrum sem við höfum áður upplifað.

Stjörnurnar hafa talað og segja okkur aðeins hvað desember mun bjóða okkur uppá.

Hrúturinn 

21. mars – 20. apríl

Í þessum mánuði þarftu að gleyma öllu sem þú þekktir áður og nálgast líf þitt með forvitni, fróðleiksfýsn og vera opin/n fyrir að gera mistök. Þetta er leiðin til að læra, öðlast tækifæri og vaxa.

Reyndu að forðast sjálfhverfar og eigingjarnar ákvarðanir því það kemur alltaf í bakið á manni. Það sama á við um góðverk. Ef þú gerir góðverk, færðu góða hluti í staðinn. Hvernig getur þú tekist á við breytingarnar sem eru að eiga sér stað í heiminum? Með höfuðið hátt!

Nautið

21. apríl – 21. maí

Þó það sé mikilvægt að fylgja sannfæringu sinni og halda sig við það sem þú þekkir, muntu þurfa að gera upp leiðindi í þessum mánuði. Þú þarft að „grafa stríðsöxina“, sleppa tökunum á slæmum tilfinningum og óheilbrigðum og sjúkum samskiptum sem hafa aftrað þér.

Þó það sé aldrei auðvelt að gefa hluti sem við þekkjum upp á bátinn, jafnvel slæma hluti, þá er það stundum nauðsynlegt til að halda áfram að lifa og þroskast.

Ekki biðja um að fá meira út úr lífinu, biddu frekar um meiri gæði.

Ekki biðja um að fá meira út úr lífinu, biddu frekar um meiri gæði.

Tvíburinn

22. maí – 21. júní

Það getur verið að langt samband sé að enda. Hvort sem það viðskiptalegt samband eða persónulegt samband. Þetta mun gerast til þess að þú getir farið að eltast við drauma þína. Einnig er líklegt að þú hittir einstakling sem mun styðja þig í framhaldinu og í vexti þínum.

Ekki láta óttann við hið óþekkta stoppa þig í vexti þínum. Treystu á innsæi þitt þegar þú þarft að taka ákvarðanir. Þú átt að hafa trú á þér og standa með þér.

Krabbinn

22. júní – 23. júlí

Ef þú hefur verið að selja hæfileika þína og þekkingu of ódýrt þá muntu þurfa að stíga upp í þessum mánuði. Taktu við stjórninni (örugglega innan starfs þíns), eða í það minnsta, viðurkenndu hvað þú ert klár og öflug/ur í því sem þú gerir

Þegar kemur að því að velja þér fólk í kringum þig, hvort sem það er í vinnu eða persónulega lífinu, leitaðu þá að fólki sem gerir þig að betri manneskju, ekki fólki sem tekur allt frá þér.

Ljónið

24. júlí – 23. ágúst 

Það verður meiri rómantík í þessum mánuði en hefur verið seinustu misseri. Það getur verið að þú ættir að taka hlutina áfram með þeim sem þú ert að hitta þessa dagana eða jafnvel dýpka tengingu ykkar til muna.

Hvort heldur sem er þá eru heilindi og sannleikur þínir bestu vinir.

Það gæti líka dottið í fangið á þér, skapandi tækifæri, sem þú ættir að grípa.

Meyjan

24. ágúst – 23. september

Heimilið og fjölskyldan munu eiga hug þinn allan í desember. Það getur verið að það sé að fara að eiga sér stað fjölgun í fjölskyldunni, hvort sem það er barn eða gæludýr. Það getur líka verið að þú sért að fara að flytja eða kaupa þér íbúð og náin sambönd gætu breyst.

Sama hvernig hlutirnir fara, verður stöðugleiki og fylling þemað út í gegn. Taktu eftir hvernig jafnvægi þitt í vinnu er.

Vogin

24. september – 23. október

Það er kominn tími til að stíga eitt skref til baka og horfa á stóru myndina kæra Vog. Þú heldur kannski að það, að vera með ofur fókus á eitthvað eitt í lífi þínu, gefi þér ákveðið forskot. Þessi rörsýn kemur í veg fyrir að þú sjáir alla dásamlegu valmöguleikana og tækifærin í kringum þig.

Það er kominn tími til að færa út kvíarnar og taka nokkrar áhættur. Hafðu trú á hæfileikum þínum! Það sem þú kannt eða veist ekki, getur þú lært.

Sporðdrekinn

24. október – 22. nóvember

Það getur verið að starf eða verkefni sé að klárast, en það kemur þér örugglega ekki á óvart. Þessi þörf, að þurfa eitthvað nýtt, hefur verið að byggjast upp í þér í svolítinn tíma. Ef þú ert ekki með vinnu, mun nýtt tækifæri koma til þín fljótlega, en það mun gerast þegar þú getur tengt huga þinn og hjarta saman.

Leitaðu til vina og kunningja og notaðu sambönd þín. Þegar kemur að fjölskyldunni þinni, getur verið að breytingar séu í vændum. Það er kominn tími til að leyfa gömlum sárum að gróa.

Bogmaðurinn

23. nóvember – 21. desember

Vertu tilbúinn Bogmaður. Tímamótaaugnablikið sem þú hefur verið að bíða eftir, er að fara að eiga sér stað. Ef þú hefur upplifað að þú sért föst/fastur, vertu tilbúin/n að keyra þig áfram.

Passaðu þig að búast samt ekki við að sigra heiminn þó að vel gangi, eða að taka fljótfærnislegar ákvarðarnir. Þetta snýst um að lifa lífinu með meiri ákveðni og meiri kærleika, til þín og annarra. Kafaðu inná við og fylgstu með, þú gætir lært eitthvað.

Steingeitin

22. desember – 20. janúar

Þó raunsæi þitt sé einn af þínum ofurkröftum, ættirðu að opna huga þinn varðandi hvað þú notar krafta þína og athygli í. Sérstaklega vegna þess að það eru auknar líkur á því að þessar hugsanir þínar endurspegli líf þitt um þessar mundir.

Ef eitthvað er að draga úr lífsgæðum þínum, slepptu þá af því tökunum. Treystu því að góðir hlutir séu að fara að eiga sér stað. Trúðu því að þú eigir allt gott skilið og góðir hlutir séu að fara að eiga sér stað.

Vatnsberinn

21. janúar – 19. febrúar

Stjörnurnar eru þér hliðhollar í desember. Það þýðir að eitthvað af þeirri þoku og þyngslum sem hafa plagað þig, sé að lyftast af þér. Tækifærin eru á hverju strái, annað hvort í gegnum annað fólk eða að með því að rækta það sem gerir þig öðruvísi en aðra.

Forðastu að bera þig saman við aðra eða gefa of mikið af þér í góðgerðarskyni. Þú þarft að haga þér eins og yfirmaður ef þú ert yfirmaður.

Fiskurinn

20. febrúar – 20. mars

Þú mátt búast við miklu vexti og þroska þegar kemur að vinnunni þinni og afrekum. Nú er tíminn til að láta til þín taka og öðlast tækifæri lífs þíns.

Það er alveg sama hvað þú ætlar þér, það er mikilvægt að hafa trú á þér til að ná markmiðum þín. Þú þarft að passa að hafa rétta fólkið í kringum þig og mundu alltaf að þú ert stærsti áhrifavaldurinn í þínu eigin lífi.

Heimildir: bustle.com

SHARE