Stjörnuspá fyrir desember 2022 – Nautið

Nautið
20. apríl — 20. maí

Desember mun kalla á að þú vaxir og þroskist. Eins og snákurinn sem hefur hamskipti, muntu losa þig við gamla haminn og endurnýja þig. Ef þú hefur verið kærulaus eða eftirlátsöm/samur með eyðslu þína gætirðu þurft að endurskoða kostnaðarhámarkið þitt eða fækka greiddum áskriftum sem þú ert ekki að nota lengur.

Hugsaðu skipulagið þitt til langs tíma og skoðaðu hvað stendur í vegi fyrir því að þú náir að lifa þínu draumalífi. Þú þarft að muna að slaka á en þú hefur oft átt erfitt með það. Stundum er hvíldin það eina sem þú þarft í líf þitt og stundum smá dekur. Þú átt það skilið!