Stjörnuspá fyrir desember 2022 – Steingeitin

Steingeitin
22. desember — 19. janúar

Sérhvert tímabil breytinga og umbreytinga krefst aðlögunar. Hvíld er afar mikilvæg fyrir þig, svo gefðu þér tíma til að hugsa um fyrri velgengni þína og það sem er mikilvægara, lærdóminn sem þú hefur dregið af þeim.

Lífið gæti valdið þér minni áhyggjum ef þú keyrir bara í gegnum áskoranir í byrjun mánaðarins. Það er allt í lagi að laga og/eða hætta við verkefni sem hafa valdið þér óhóflegum áhyggjum. Uppúr 21. desember muntu finna fyrir innblæstri til að leggja grunn að nýjum persónulegum markmiðum. Vertu þolinmóð/ur við sjálfa/n þig ef þú finnur fyrir ruglingi á þessum tíma og sjáðu fyrir þér útgáfuna af sjálfri/um þér sem þú ert að vinna að verða, frekar en að hugsa um of um galla þína.