Tvíburinn
21. maí — 20. júní
Sambönd þín gætu tekið þig á áður óþekktar slóðir og þú skalt taka því með opnum huga og forvitni. Ef þessi nýju ævintýri verða til þess að þú þurfir að endurskoða áætlanir þínar fyrir framtíðina skaltu ganga úr skugga um að þú takir allar ákvarðanir af heilindum.
Þú gætir fundið fyrir því að þú ert félagslyndari en vanalega, en þú hefur líka það sjálfstraust sem til þarf til að setja fólki mörk. Það á við um fólk sem hefur slæm áhrif á þig og sjálfstraustið þitt.
Þú átt það til að koma þér í dramatískar aðstæður, jafnvel þegar þú segist ætla að forðast þær. Þess vegna viljum við mæla með því að þú haldir þig bara heima þegar tunglið verður fullt, 7. desember.