Vatnsberinn
20. janúar — 18. febrúar
Þú ert í dreymin/n þessa dagana og þú þarft á einveru að halda til að hugsa um framtíðaráætlanir þínar. Skoðaðu persónuleg markmið þín og settu hlutina upp á myndrænan hátt til að átta þig betur á þeim. Ekki vanmeta getu þína til að gera hugmyndir þínar að veruleika.
Ef þú hefur verið að hitta einhvern á rómantískum nótum getur verið að það taki enda í þessum mánuði. Sérstaklega ef þú fékkst ekki það sem þú þurftir úr sambandinu. Sjáðu þetta sem tækifæri til að einbeita þér að því að elta þína drauma án truflunar.
Þú hefur eytt svo löngum tíma í að vinna í andlegri og tilfinningalegri heilsu þinni, en í þessum mánuði gæti þér liðið eins og þú sért aftur á byrjunarreit. Treystu á aðferðirnar sem hafa virkað á þig áður til að komast í gegnum erfiða tíma og forðastu að einangra og láta eins og ekkert sé. Þú ert mannleg/ur og tilfinningar þínar eru ekki eitthvað sem enginn hefur upplifað áður.