Við höfum óneitanlega gaman að stjörnuspám, svo við höfum ákveðið að þýða fyrir ykkur eina frábæra stjörnuspá af síðunni Harpersbazaar.com.
Hrúturinn
21. mars – 20. apríl
Sættu þig við að þú þarft að takast á við mál sem þú hefur kviðið fyrir og ýtt á undan þér. Farðu yfir öll smáatriðin varðandi þetta mál og finndu bestu leiðina til að klára þetta. Ein sérstök manneskja gæti hjálpað þér.
HAPPADAGUR: Þinn happadagur í febrúar er sá 7. Bakkaðu frá þeim í fjölskyldu þinni sem valda þér vanlíðan.
Nautið
21. apríl – 21. maí
Ekki hræðast það, að víkka sjóndeildarhringinn þinn, þó margir séu þér ekki endilega sammála. Kannaðu ný lönd og kynnstu nýju fólki ef þig langar það.
HAPPADAGUR: Þinn happadagur í febrúar er sá 9. Loksins losar þú þig við annarra manna vandamál.
Tvíburinn
22. maí – 21. júní
Slúður og rangfærslur um þig eða vinnuna þína eru pirrandi, en ekki láta það eyðileggja fyrir mikilvægum samningaviðræðum.
HAPPADAGUR: Þinn happadagur í febrúar er sá 16. Ný sambönd þín blómstra.
Krabbinn
22. júní – 23. júlí
Hlustaðu á þann sem segir þér að þú sért að ræða ákveðin mál með of miklu offorsi. Þó þú sért að setja upp ákveðna grímu til að fela að þú sért stressuð/aður, þarftu að passa hvernig þú talar.
HAPPADAGUR: Þinn happadagur í febrúar er sá 21. Þú tekst á við flókin mál með mikilli einbeitingu.
Sjá einnig: Stjörnumerkin: Hvernig er best að losa þig við stress?
Ljónið
24. júlí – 23. ágúst
Eins mikið og þig langar að takast á við ákveðið verkefni með eldmóð og
orku, þarftu aðeins að stjórna eldmóði þínum. Þú skalt vera alveg viss í þinni sök áður en þú gefur út stórar yfirlýsingar.
HAPPADAGUR: Þinn happadagur í febrúar er sá 12. Ekki láta peningana skipta of miklu máli efa allt annað er á hreinu.
Meyjan
24. ágúst – 23. september
Þú hefur verið að fresta því að tala um viðkvæmt málefni en þú verður að finna hugrekkið til að segja það sem þarf að segja. Þú mátt ekki vera ofvarfærin/n.
HAPPADAGUR: Þinn happadagur í febrúar er sá 26. Að skilgreina mögulega erfiðleika skapar lausnir.
Vogin
24. september – 23. október
Þú verður að velja af kostgæfni skuldbindingar þínar við heimili og fjölskyldu og passa að vera ekki að fórna þér um of og láta það bitna á heilsunni þinni.
HAPPADAGUR: Þinn happadagur í febrúar er sá 20. Þú hefur umbreytt ímynd þinni.
Sporðdrekinn
24. október – 22. nóvember
Þú gætir fengið tilboð um að taka þátt í ævintýri sem er mikil áskorun. Þú verður að treysta öðrum og þeirra mati. Ef þú hefur einhverjar efasemdir ættirðu að bakka frá þessu.
HAPPADAGUR: Þinn happadagur í febrúar er sá 3. Notaðu krafta þína í ákveðin verkefni.
Bogmaðurinn
23. nóvember – 21. desember
Að þræta um fjármál er mjög letjandi en það mun einhver fara að spyrja þig út úr varðandi eyðslu þína í þessum mánuði. Vertu tilbúin/n að útskýra.
HAPPADAGUR: Þinn happadagur í febrúar er sá 25. Ef þú tekst á við galla þína eflist þú sem manneskja.
Sjá einnig: 4 stjörnumerki sem elska að búa til rifrildi
Steingeitin
22. desember – 20. janúar
Þú vilt alltaf vera þar sem hlutirnir gerast en það er ákveðin þáttur í lífi þínu sem þarfnast athygli svo það er best að þú fylgist vel með.
HAPPADAGUR: Þinn happadagur í febrúar er sá 10. Þú munt hagnast mikið á því að taka á móti því óhefðbundna.
Vatnsberinn
21. janúar – 19. febrúar
Það er ekki hægt að fresta lengur umræðum um hversu mikið þú átt að styðja þína nánustu. Sumir gætu undrað sig á því að það séu takmörk fyrir örlæti þínu en þeir verða bara að horfast í augu við staðreyndir.
HAPPADAGUR: Þinn happadagur í febrúar er sá 28. Verkefni sem taka alla orkuna þína verða að fara.
Fiskurinn
20. febrúar – 20. mars
Þó þú sért ánægð/ur með nýju hugmyndirnar þínar, þá verða allir dauðþreyttir á að hlusta á þig ef þú talar um þær stanslaust.
HAPPADAGUR: Þinn happadagur í febrúar er sá 22. Ef þú dekrar við þig sjálfa/n mun það lyfta lund þinni.
Heimildir: Harpersbazaar.com
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.