Að undanförnu hefurðu verið að hugsa mikið um samband þitt við maka og hvernig þú vilt hafa það. Ef þú átt ekki maka hefurðu kannski verið að velta fyrir þér hvernig þú myndir vilja hafa makasambandið þitt.
Þú ert til í hvaða vinnu sem er, ef hún getur tryggt þér fjárhagslegt öryggi. Ræddu hugmyndir þínar við vini og fjölskyldu. Ef þér hefur fundist þú vera vanmetin/n og ekki metin/n að verðleikum í vinnu eða einkalífinu, getur verið að þú sért komin/n á endastöð og breytingar verði að eiga sér stað. Þú munt einbeita þér að því að eiga sterk og einlæg samskipti við fólk, í þessum mánuði. Passaðu þig á að dæma fólk, sem þú varst að hitta í fyrsta sinn, ekki of hart. Gefðu fólki tækifæri og það gæti komið þér vel á óvart.