Janúar var miklu rólegri en þú hefðir viljað en það mun fljótlega breytast í febrúar. Þú hefur skýr markmið hvað varðar ástina, vinnu og framtíðina. Um miðjan mánuð munu vinasambönd vera þér hugleikin og þú munt hafa nóg að gera í félagslífinu. Þér mun eflaust verða ljóst að það, að vinna í hóp að sameiginlegu markmiði er miklu meira gefandi en þú hélst, og þú vilt gera meira af því. Stundum eiga þeir sem þurfa á stuðningi að halda, erfitt með að biðja um hann. Gefðu af sjálfri/um þér og veittu öðrum innblástur.
Það getur verið að einhver vinasambönd munu taka enda en mundu þá að þið hafið bæði/báðar/báðir fengið það sem þið þurftuð á að halda í þessu vinasambandi. Þú vilt hreyfa þig meira og munt gera það eftir 20. febrúar.