Ljónið
23. júlí — 22. ágúst
Það sem þú hefðir átt að gera í janúar, bíður eftir þér í febrúar, sem er allt í lagi því þú þurftir að nota tímann í annað í janúar. Þú hefur ekki alveg verið að gefa þig alla/n í vinnuna og vilt breyta því í þessum mánuði. Það er svo margt sem gengur vel hjá þér kæra Ljón og þú mátt njóta þess. Ekki taka neinar óþarfa fjárhagslegar áhættur í febrúar.
Það getur verið að þú finnir fyrir smávegis veikindum fyrri partinn í febrúar, smá kvef og/eða hósti kannski. Það verður ró og friður á heimilinu. Hlustaðu á hvað innsæi þitt er að segja þér þegar kemur að því að opna huga þinn og sál fyrir einhverri manneskju. Ekki líta framhjá rauðu flöggunum.