Vogin
23. september — 22. október
Sálufélagi þinn getur verið besti vinur þinn. Sjáðu hvað samband þitt við maka þinn hefur þróast seinustu mánuði, því það hefur aldrei verið sterkara. Það getur verið að það séu breytingar í nánd í vinnumálum þínum. Þú gætir þurft að ferðast vegna vinnu í þessum mánuði og þú ættir að forðast ágreining við vinnufélagana. Vertu samt opin við vinnufélagana og yfirmenn en ekki gera úlfalda úr mýflugu.
Þú munt fá svar við mjög mikilvægum spurningum í febrúar og munt finna út hvað heldur aftur af þér.
Þú verður tilfinningarrík/ur í febrúar og vinnur í samböndum sem þú átt í nú þegar. Passaðu bara að vera róleg/ur og mundu eftir að stundum er þögnin eina svarið.