Stjörnuspá fyrir febrúar 2023 – Fiskurinn

Fiskurinn
19. febrúar — 20. mars

Það getur verið að eitthvað steli athyglinni þinni í febrúar, kannski vegna veikinda í fjölskyldunni eða einhvers álíka. Alls ekkert alvarlegt. Það kunna allir að meta nærveru þín svo þú skalt virða að vettugi hugsanir um að þú skiptir ekki máli eða þú sért notuð/aður. Forðastu allan ágreining á vinnustaðnum og haltu í jákvæðnina. Passaðu vel upp á peningana þína.

Ekki flýta þér of mikið að klára ákveðin verkefni því það mun bara bitna á útkomunni. Taktu tillit til tilfinninga maka þíns og láttu hann/hana vita að hann/hún sé í forgangi. Það er líka góð hugmynd að prófa hugleiðslu til að ráða betur við stress.

Það getur verið að þú eigir við svefnvanda að stríða og þarft að læra að slaka á og svo er gott fyrir svefninn að stunda reglulega líkamsrækt.