Steingeitin
22. desember — 19. janúar
Það sem drepur þig ekki, gerir þig sterkari og það veit það enginn betur en þú. Það verða einhverjar áskoranir á vegi þínum í desember en þú lætur það aldrei stoppa þig. Allt sem þú lendir í er eitthvað sem þú lærir af. Ef þú ert ekki ánægð/ur með tekjur þínar skaltu skoða leiðir til að auka þær. Nú er frábær tími til að taka umræðuna um langtímamarkmið þín og drauma við maka þinn.
Reyndu að slaka á og borða hollan mat. Svo gæti verið góð hugmynd að vera í reglulegar læknisskoðanir.
Þú þarft að gefa maka þínum andrými stundum og einbeittu þér að sjálfri/um þér. Þú skalt endilega segja maka þínum hversu mikils virði hann/hún er þér en svo er gott að hugsa vel um þig sjálfa/n. Elska sjálfa/n þig.