Stjörnuspá fyrir febrúar 2023 – Tvíburinn

Tvíburinn
21. maí — 20. júní

Hæfni þín til að taka skjótar ákvarðanir mun skipta sköpum fyrir árangur þinn í þessum mánuði og þú munt fá mörg tækifæri til að vinna þig upp á við. Vertu opin/n fyrir tillögum annarra og betrumbætum. Ef þú hefur verið að hugsa um fjárfestingar er þessi mánuður alveg kjörinn í það.

Orkan þín verður í hámarki í byrjun mánaðar og þú ættir að nýta hana í eitthvað uppbyggilegt fyrir þig. Seinna í mánuðinum mun álagið aukast og það getur dregið úr orkunni þinni og þá þarft þú að vera þolinmóð/ur.

Passaðu hvað þú segir við aðra og þú ættir að venja þig á að hugsa áður en þú talar. Það gengur allt í haginn í ástarlífinu og ef þú ert að hugsa um skuldbindingu, þá er rétti tíminn núna.