Vatnsberinn
20. janúar — 18. febrúar
Ekki hræðast að skuldbinda þig kæri Vatnsberi. Ef þú hefur lært eitthvað á seinustu 6 mánuðum, er það að komast yfir ótta þinn við skuldbindingu. Þú ert merki sem þarft þitt pláss fyrir þig og ef þú ert með réttu manneskjunni ættirðu að hafa allt það rými sem þú þarft. Passaðu bara að láta egóið ekki flækjast fyrir þér í ástarsambandinu.
Þú ert mjög hæf/ur í að taka að þér krefjandi verkefni og þú þarft bara að vera opin/n fyrir allskonar verkefnum. Ákveðni og vinnusemi eru einir af þínum stærstu kostum.
Passaðu upp á heilsuna þína, sérstaklega seinni part mánaðarins. Mundu að slaka á og leyfa þér að hvílast.