Stjörnuspá fyrir febrúar – Bogmaðurinn

Seint, en kemur samt. Hér kemur stjörnuspáin þín fyrir febrúarmánuð. Mánuðurinn er stuttur að vanda og manni finnst hann oft enda stuttu eftir að hann hefst. Þó svo að hann sé nú ekki það mikið styttri en hinir mánuðirnir.

 

 

Bogmaðurinn

 

Samvera þín með vinum þínum og maka einkennist af sátt og einingu – og það er þínu innra jafnvægi að þakka. Notaðu þennan tíma og þessar jákvæðu aðstæður til að rækta þessi sambönd, því hlutirnir geta alveg breyst.

 

Það gengur allt vel í vinnunni þennan mánuðinn. Hlutirnir ganga smurt með vinnufélögunum og þú gætir meira að segja fengið eitt eða tvö hrós frá yfirmanni þínum. Þú færð stuðning við erfitt verkefni og þú þarft að muna að sýna öðrum sama stuðning ef aðrir þurfa á að halda.

 

Þú ert mikilvægur partur að liði núna og það á við um íþróttirnar líka. Þú ættir að vera í hópíþróttum því þar geturðu leyft hæfileikum þínum að njóta sín og lært af öðrum á sama tíma.

SHARE