Seint en kemur samt. Hér kemur stjörnuspáin þín fyrir febrúarmánuð. Mánuðurinn er stuttur að vanda og manni finnst hann oft enda stuttu eftir að hann hefst. Þó svo að hann sé nú ekki það mikið styttri en hinir mánuðirnir.
Krabbinn
Í einkalífinu áttu það til að vera mjög hrokafull/ur þessa dagana. Þú átt það meira að segja til að vera mjög stjórnsöm/samur í samskiptum þínum við vini þína og þú verður að breyta því og hafa hemil á þér. Íhugaðu hvaða hegðun er viðunandi og hafðu það að leiðarljósi. Þannig muntu ekki vera að troða fólki um tær.
Þú ert jákvæð/ur og hefur mikla trú á sjálfri/um þér í starfi þínu. Það er mikið af tækifærum í kringum þig, en þú þarft bara að vita hvaða kröfur þú getur gert til þín. Hið mikla sjálfstraust sem þú hefur getur haft þær afleiðingar að þú getur gengið fram af þér.
Þú þarft að vera tilbúin/n að horfa inn á við. Mundu eftir því að slaka á og það gæti verið gott að prófa hugleiðslu ef þú hefur áhuga á því. Þannig geturðu séð þig á skýrari hátt og verið meðvitaðri um þína eigin reynslu.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.