Stjörnuspá fyrir febrúar – Ljónið

Seint en kemur samt. Hér kemur stjörnuspáin þín fyrir febrúarmánuð. Mánuðurinn er stuttur að vanda og manni finnst hann oft enda stuttu eftir að hann hefst. Þó svo að hann sé nú ekki það mikið styttri en hinir mánuðirnir.

 

Ljónið

Þú ert með mikið aðdráttarafl þessa dagana og allir eru vitlausir í að vera með þér. Fólk á erfitt með að segja nei við þig. Ef þú ert í leit að föstu sambandi áttu samt eftir að verða fyrir vonbrigðum. Ef þú ert í föstu sambandi ættirðu að nota sannfæringarkraft þinn á maka þinn eingöngu.

 

Þú ert á góðum stað þegar kemur að atvinnu. Yfirmenn þínir kunna vel við þig og þú getur látið ljós þitt skína. Hæfni þín verður til þess að þú gætir farið að vinna þig upp á við. Taktu þér samt tíma til að íhuga hvert þú vilt stefna. Þegar þú veist hvert þú stefnir opnast fullt af tækifærum fyrir þig.

 

Heilsa þín er góð og þú hefur ekki fyrir miklu að kvarta. Notaðu þennan tíma til að hugsa um lífið þitt. Þú þarft að hafa ákveðin markmið til að finna fyrir öryggi. Það er mjög gott fyrir þig og framtíðina að þekkja sjálfa/n þig mjög vel.

 

SHARE