Stjörnuspá fyrir júlí 2021

Veðrið hefur ekki alveg verið að leika við okkur í júní en við teljum að bjartari tímar séu framundan. Hér er það sem stjörnurnar segja okkur um júlí.

Hrúturinn 

21. mars – 20. apríl

Heimilið, fjölskyldan og persónulegt öryggi á alla þína athygli núna. Þú hefur eytt miklum tíma í að byggja stoðir fyrir framtíðina og markmiðin þín. Það er mikið að gera hjá þér núna andlega og vitsmunalega. Það getur verið að ástin sé að taka mikið af tímanum þínum núna og þegar þú verður ástfangin/n er það af mikilli ástríðu. Ef þú ert ekki hjá sálfræðingi nú þegar væri kannski sniðugt að taka nokkra tíma til að gera upp það sem á undan er gengið. Þú getur fundið fyrir auknum kvíða um miðjan mánuðinn en mundu bara að kvíði er ekki alltaf eðlileg tilfinning.

Dagsdaglega lífið þitt er mjög gott og félagslífið gengur vel. Haltu áfram að láta þína nánustu vita að þú kannt að meta þau. Notaðu tjáninguna þína til að skapa eitthvað alveg sérstakt og passaðu upp á líkama þinn.

Nautið

21. apríl – 21. maí

Það er mikil virkni í kringum þig núna. Þú talar mikið, skrifar og lærir margt. Þú hefur eytt töluverðum tíma í að leita að dýpri þekkingu til að læra að bæta tilveru þína. Það er mikið að gera á heimilinu. Reyndu að sleppa við að rífast við fjölskyldumeðlimi og notaðu þína meðfæddu innri ró til að taka góðar ákvarðanir. Það hefur líka verið nóg að gera í vinnunni og þú hefur staðið þig vel. Þú verður samt að muna að hvílast og sofa nóg. Svefn er lykillinn að góðri andlegri heilsu og ekki síður líkamlegri heilsu.

Þú þarft að nota aðlögunarhæfni þína og viljann til að breyta rétt. Á sama tíma þarftu líka að passa að standa upp og verja það sem skiptir þig máli. Ef tilfinningar þínar bera þig ofurliði talað við góðan vin eða fagmann.

Tvíburinn

22. maí – 21. júní

Þú ert daðrari af guðs náð kæri Tvíburi en þú átt það til að vera hvatvís, sérstaklega þegar sjálfstraustið þitt er í botni. Vertu viss um að hafa allar upplýsingar um málið áður en þú samþykkir nokkurn hlut. Þú munt skyggnast undir yfirborðið á áður óséðum sviðum lífsins í júlí. Sjálfsvinna er alltaf góð og þú hefur meðvitað og ómeðvitað verið að takast á við mál sem hafa setið á hakanum. Þú hefur betri einbeitingu núna en nokkru sinni áður og þú skalt nýta það til hins ítrasta.

Þú ert mikil félagsvera og mætir á svo marga viðburði að fólk heldur að þú sért til í „tvíriti“. Segðu öðrum frá hugmyndum þínum því þú hefur svakalegan sannfæringarkraft sem dregur fólk að.

Sjá einnig: Hvað þola stjörnumerkin ekki?

Krabbinn

22. júní – 23. júlí

Þú þarft á hlýju og umhyggju að halda í júlí og má segja að þetta sé þema mánaðarins. Þú ert frábær og skilningsríkur vinur en átt það til að vera kvíðinn. Deildu þínum innstu tilfinningum með þeim sem þú treystir og þú munt finna fyrir tilgangi og nánd. Gerðu það sem veitir þér ánægju. Vertu heima og njóttu þess, farðu í langt bað og njóttu þinnar eigin nærveru. Fáðu þér jafnvel plöntu því Krabbinn er mjög góður í að sjá um aðra og veita móðurlega hlýju.

Veldu að vera í kringum fólk sem hefur góða orku og þér líður vel í kringum. Leyfðu þér að prófa nýja hluti varðandi útlit þitt, fáðu þér nýja klippingu og ný föt.

Ljónið

24. júlí – 23. ágúst 

Það er örlítið tilfinningaþrungið andrúmsloft í kringum þig þessa dagana og þér gæti liðið eins og ketti í vatni, þig langar að flýja. Ekki gera það. Þetta er þinn tími! Þú ert heillandi og allir vilja vera í kringum þig en þú verður að vera heiðarleg/ur í ástarmálunum. Æfðu þig í að sleppa tökunum og leyfa hlutunum að gerast og ekki láta stoltið þitt aftra þér í að leita þér aðstoðar ef þess þarf.

Einbeittu þér að því að lyfta þér upp með leik og skemmtun. Hugsaðu um bjarta geisla sólarinnar, ekki skuggana.

Meyjan

24. ágúst – 23. september

Þú munt finna fyrir létti í júlí og finnast eins og þungu fargi sé af þér létt. Það hafa verið einhver vandamál á heimilinu og í fjölskyldunni seinustu vikur en nú er komin tími á ný mörk og breytingar. Um miðjan mánuð má reikna með að draugar fortíðarinnar banki uppá en nú er góður tími til að vinnar úr þessum hlutum. Í seinustu viku mánaðarins muntu fara að velta heilsunni þinni fyrir þér. Ekki hafa áhyggjur, þú ert bara að hugsa um að bæta heilsuna þína, koma þér í betra form.

Heimilislífið virkar miklu betur sem smá stöðugleika og ramma. Taktu ákvörðun og fylgdu henni eftir.

Vogin

24. september – 23. október

„Enginn tími fyrir okkur. Enginn tími fyrir mig“ er eitthvað sem þú gætir heyrt þessa dagana frá þeim sem þú elskar. Það er mikið að gera í vinnunni og það getur bitnað á maka, vinum eða börnum. Þetta líður hjá og líf þitt kemst aftur í jafnvægi en þú kæra Vog ELSKAR jafnvægi og þrífst best í því.

Ekki lofa einhverju sem þú getur ekki staðið við. Reyndu að vera ekki með samviskubit yfir aðstæðum sem þú stjórnar ekki. Ef þú einbeitir þér og skipuleggur þig muntu öðlast meiri tíma til að vera með þínum nánustu. Á sama tíma ættir þú að endurskoða óheilbrigð vinasambönd og ákveða að velja það sem hentar þér best.

Sjá einnig: 3 stjörnumerki sem eru með besta innsæið

Sporðdrekinn

24. október – 22. nóvember

Þú hefur tækifæri til að gera breytingar sem munu hafa áhrif á framtíð þína. Ef þú ert tilbúin fyrir skuldbindingu er kominn tími til að taka djúpt andann, hugsa um markmið þín og byrja. Mundu bara að undirbúningur skiptir miklu fyrir útkomuna. Leyfðu öðrum að styðja þig og hringdu í þá sem „skulda þér greiða“. Notaðu tengslanetið og stækkaðu það.

Þú átt það til að vantreysta fólki og það á sérstaklega við um maka eða kærustu/a. Ekki vera alltaf að reyna að grafa eitthvað upp sem dregur úr hamingju þinni. Þú ert skapandi og ættir að nota þá hæfileika þína. Þú getur teiknað, málað eða skrifað. Veldu bara eitthvað sem gefur þér útrás fyrir sköpunargleðina.

Bogmaðurinn

23. nóvember – 21. desember

Í óformlegri könnun stjörnuspekinga var Bogmaðurinn valin „viðkunnalegasta stjörnumerkið“. Af hverju? Af því að þú átt það til að vera hrókur alls fagnaðar, full/ur af lífsgleði og fólk dregst að því. Þú gætir verið að flytja í þessum mánuði, en ef ekki er kannski kominn tími á eitthvað nýtt inn á heimilið. Þú getur tekið eitthvað rými í gegn til dæmis. Þú ert góð/ur í að fela tilfinningar þínar og er hrædd/ur um að vera dæmd/ur sem veikgeðja. Mundu bara að því lengur sem þú felur tilfinningar þínar því lengur hafa þær áhrif á þig. Slepptu tökunum á gamalli skömm eða sektarkennd.

Biddu fólk um að gera þér greiða og gerðu öðrum greiða. Sýndu þínar bestu hliðar við fyrstu kynni.

Steingeitin

22. desember – 20. janúar

„Dropinn holar harðan stein“ á vel við þig þessa dagana en þú ert oft harður/hörð á yfirborðinu en ert samt viðkæm og auðmjúk manneskja. Ef þú hefur það orð á þér að að vera hörð og alvarleg týpa, þá er gott fyrir þig að reyna að milda ásjónu þína og leyfa öðrum að sjá þínar mannlegu hliðar og leyfðu grímunni að falla. Þú átt það til að ofhugsa hlutina, vera vænissjúk/ur og kvíðin/n en ef þú ert meðvituð/aður um það, verður þetta allt viðráðanlegra.

Segðu fólki að þú kunnir að meta það og sýndu þeim það í verki.

Sjá einnig. Hvaða hundategund hentar hverju stjörnumerki?

Vatnsberinn

21. janúar – 19. febrúar

Þú átt erfitt með að takast á við tilfinningar þínar og viðkvæmni í júlí, sérstaklega þegar kemur að hinum vatnsmerkjunum (Krabbi, Sporðdreki og Fiskur). Þetta er ekki þinn besti mánuður en þú átt auðveldara með samskipti við börn og dýr því þau gera ekki miklar kröfur á þig. Hlustaðu á þarfir annarra og reyndu að bregðast við með samkennd. Ekki reyna að leysa vandamál annarra.

Þú lítur kannski út fyrir að vera róleg/ur en ert oft að berja þig niður fyrir minnstu mistök og verður að minna þig á að enginn er fullkominn.

Fiskurinn

20. febrúar – 20. mars

Það getur verið að júlí verði tilfinningaþrunginn mánuður hjá þér. Passaðu upp á þig og forðastu stóra viðburði með mörgu fólki. Þú verður fyrst og fremst að einbeita þér að þér og þínum tilfinningum og verður að læra að setja þínum nánustu mörk.

Þér mun finnast þú þurfa að halda áfram, hvort sem það er í einkalífinu eða í vinnu. Sestu niður með góðum vin og spjallaðu. Það hljómar ekki flókið en þú gerir það alltof sjaldan.

SHARE