Stjörnuspá fyrir júlí 2023 – Vatnsberinn

Vatnsberinn
20. janúar — 18. febrúar

Eigðu gæðastundir með vinum þínum og fjölskyldu. Vertu með þeim sem þér þykir vænt um og láttu þá vita hversu mikið þú metur það. Vertu skapandi og tjáðu þig í gegnum listina þína, tónlist eða skrif. Hugsaðu út fyrir boxið og komdu með nýjar hugmyndir og lausnir á vandamálum. Vertu þú sjálf/ur. Ekki vera hrædd/ur við að vera öðruvísi.

Í júlí muntu endurskoða sambönd þín í ást og starfi. Ekki taka neinar fljótfærnar ákvarðanir og ekki láta hvatvísina taka völdin í svona málum. Taktu tíma til að stunda slökun, anda ofan í maga, og rækta líkamann þinn með því að stunda eitthvað eins og jóga eða pilates. Það er ekki síður mikilvægt en að fara út að hlaupa eða djöflast mikið.