Stjörnuspá fyrir júní 2023 – Steingeitin

Steingeitin
22. desember — 19. janúar

Upplýsingar eru að koma í ljós sem munu skila svörum við óþægilegum spurningum sem þú hefur. Farðu yfir hugsanir þínar í einrúmi og sættu þig við sannleikann sem birtist þér og leyfðu honum að heila áhyggjur þínar og ótta. Þú ferð að hugsa mikið um heilsu þína og vellíðan og ferð að íhuga jákvæðar breytingar á venjum þínum. Ef þú bætir lífsgæði þín mun það hjálpa þér í samskiptum þínum við aðra. Vertu nógu hugrökk/rakkur til að dýpka náin tengsl þín við ástvini þína og leyfa þér að berskjalda þig.

Þú átt það til að vera með mótþróa og sigla á móti straumnum, en í júní muntu fara að fikra þig áfram í að leyfa þér að fara með straumnum. Þú gætir fengið óvæntan fjárhagslegan hagnað. Finndu þér tíma til að sinna áhugamálum þínum og þú munt finna hvað það er ótrúlega afslappandi að gleyma sér í smá stund við eitthvað sem er skemmtilegt.